Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í fræðslurýminu

Afrakstur listsmiðjunnar Látum vaða! sem fram fór í Listasafninu þann 2. september er nú til sýnis í safnfræðslurými safnsins. Smiðjan tengist sýningunni Einfaldlega einlægt þar sem sýnd eru málverk listakonunnar Katrínar Jósepsdóttur, sem oftast var kölluð Kata saumakona. Málverk Kötu eru einlæg og gefa sig ekki út fyrir að vera neitt annað en þau eru. Listakonan „lét vaða“ á eigin forsendum og eru verkin því sem mikilvæg hvatning fyrir bæði börn og fullorðna. Allir geta skapað og útkoman getur komið á óvart. 

Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur. Þátttakendur skoðuðu portrett og persónuleika, veltu fyrir sér hvað einkennir fólk, hvað stendur upp úr í fari þess og heiðruðu áhugavert fólk með því að mála af því myndir.  

Sýnendur eru: 

Almar Alfreðsson,
Anniina Tenno,
Axel Úlfur Jóhannesson,
Dagbjört Katrín Jónsdóttir,
Inga Vala Erlingsdóttir,
Mía Almarsdóttir,
Þórunn Edda Magnúsdóttir,
Tapio Tenno Ísberg,
Viðar Erlingsson. 

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.