Leiðsögn á Alþjóðlega safnadaginn

Alþjóðlegi safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 18. maí næstkomandi og af því tilefni býður Listasafnið upp á leiðsögn með listamanni kl. 12.15-12.45 þann dag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, og Aðalsteinn Þórsson, listamaður, taka á móti gestum og fræða þá um sýningu Aðalsteins, Einkasafnið, maí 2017. Aðgangur er ókeypis.

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert síðan 1977.

Dagskráin á Íslandi