Alþjóðlegi safnadagurinn: „Mikill er máttur safna“

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert, en Alþjóðaráð safna, ICOM, hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977. Á ári hverju velur ICOM deginum yfirskrift er tengist málefnum sem eru í brennipunkti í samfélaginu og er að þessu sinni „Mikill er máttur safna“. Í tilefni dagsins verður ókeypis inn á Listasafnið og boðið upp á leiðsögn kl. 15 um alþjóðlegu samsýninguna Nánd.

HÉR má sjá Facebook síðu Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.

Nánd er alþjóðleg samsýning þar sem athyglinni beint að innri rökfærslum listmálunar sem eru staðsettar, skuldbundnar og innbyggðar. Á sýningunni fellur allt saman í þeim tilgangi að skapa og miðla stöðum og aðstæðum fyrir málverk til að vera og verða – að anda inn og anda út, með áhorfandanum og staðnum. 

Markmiðið er að yfirgefa hugmyndina um fjarlægt hlutleysi og færa sig nær þátttökureynslu – hinni krefjandi en ánægjulegu leið frá aðskilnaði til nándar, frá fjarveru til þátttöku.

Sýningin mun bjóða þér að vera með. Breytum sjónarhorninu og látum koma okkur á óvart. Einbeitum okkur að því sem er einstakt, sem hvetur okkur til að njóta tilrauna sem færa okkur á áður óþekkta staði. Nánd hvílir í ánægjunni við að skapa og miðla stöðum og aðstæðum til að vera með málverkum. 

Þátttakendur: Birgir Snæbjörn Birgisson, Emil Holmer, Heidi Lampenius, Onya McCausland, Miikka Vaskola, Þórdís Erla Zoëga. 

Sýningarstjóri: Mika Hannula.