Fjölskylduleiðsögn og endurvinnslusmiðja

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá samsýningunni Hringfarar, en þar má sjá verk Guðjóns Ketilssonar, Sólveigar Aðalsteinsdóttur, Elsu Dórótheu Gísladóttur og Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur. Í tilefni Nýtniviku verður boðið upp á endurvinnslusmiðju að lokinni leiðsögn, þar sem áhersla er lögð á að gefa hlutum framhaldslíf með því að endurnota og endurvinna ýmiskonar umbúðir.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir fræðslustarf Listasafnsins.