Fjölskylduleiðsögn og málþing á sunnudaginn

Fjölskylduleiðsögn og málþing á sunnudaginn
Ann Noël.

Sunnudaginn 26. september kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, en þá mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segja börnum og fullorðnum frá samsýningu norðlenskra myndlistarmanna, Takmarkanir. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu. 

Málþing um Ann Noël og Fluxus-hreyfinguna

Í tilefni af sýningu Ann Noël, Teikn og tákn, sem verður opnuð laugardaginn 25. september kl. 15, verður haldið málþing um Noël og Fluxus-hreyfinguna, sunnudaginn 26. september kl. 15 í sal 01. Ávörp og framsögur flytja Ann Noël, Jan Voss, Úlfhildur Dagsdóttir, Hlynur Hallsson og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

HÉR má sjá streymi.

Ann Noël er fædd á Englandi 1944, en hefur verið búsett í Berlín frá 1980. Bakgrunnur hennar er í grafískri hönnun, prenti, ljósmyndun, málun og gjörningum.

Eftir útskrift úr grafískri hönnun 1968, frá Bathlistaakademíunni í Corsham, vann Noël með Hansjörg Mayer í Stuttgart, en hann var einn af fyrstu útgefendum bókverka. Þessi reynsla kom sér vel þegar henni bauðst að vinna sem aðstoðarmaður Dick Higgins, útgefanda hjá The Something Else Press í New York. Þar kynntist hún Emmett Williams (1925-2007), ritstjóra forlagsins og fjölmörgum Fluxus listamönnum. Snemma á níunda áratugnum varð Noël virkur meðlimur í Fluxus hreyfingunni og tók þátt í gjörningahátíðum víða um heim, einkum í samvinnu við eiginmann sinn Emmett Williams. Hún fremur ennþá gjörninga innan Fluxus Art Group. Einnig hefur hún sjálf gefið út mörg af sínum eigin bókverkum í gegnum árin. 

Listamannaspjall við Ann Noël 

Listamannaspjall við Ann Noël, fimmtudaginn 30. september kl. 17. Stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri.