Forvörslunámskeið

Forvörslunámskeið
Marta Rodríguez Gómez.

Forvörslunámskeið verður haldið í Listasafninu í tengslum við yfirlitssýningu Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi, dagana 22.-25. nóvember, samtals 8 klukkustundir. Námskeiðið fer fram á ensku og kennari er Marta Rodríguez Gómez, forvörður frá Murcia á Spáni.

Um leið og verk er skilgreint sem listaverk hefur það ákveðna skírskotun í mannkynssöguna og öðlast gildi út frá fagurfræðilegum þáttum þess. Ákveðið
ferðalag hefst í kringum hugtakið tímann: varanleiki, hvernig verkið eldist, verður fyrir ágangi og skemmdum, viðgerðir, ... þar til endalokum er náð. Það er í þessu ferli sem forvarsla og endurgerð fær þýðingu sem liður í því að listaverkið sé metið og öðlist merkingu fyrir næstu kynslóðir á svipaðan hátt og þegar það var búið til.

Á þessu námskeiði fjöllum við um hvernig við verndum þau myndverk sem okkur þykir vænt um og hvaða þættir geta valdið skemmdum. Auk þess drögum
við fram frumhugtök að forvörslu með nokkrum verklegum dæmum. Námskeiðið samanstendur af fjórum lotum þar sem við tölum um, í stuttu máli, mismuninn milli klassískrar myndlistar og nútímalistar. Það verður gert út frá forvörslu, aðferðum í aðdraganda hvers konar íhlutunar, hreinsunar, endurgerðar litameðferðar og fleiri þátta.

Myndverk Arnar Inga Gíslasonar á sýningunni Lífið er LEIKfimi verða nýtt sem grunnur. Þar má finna góð tækifæri til þess að kynnast og nálgast heim
forvörslu.


Námskeiðið er opið öllum og má skrá sig á bobba@listak.is.

Námskeiðsgjald:
Almennt: kr. 10.000
Nemendur: kr. 8.000

Dagskrá:

22.11 Fimmtudagur kl. 15.30 - 17.00: Forvarsla. Inngangur.
23.11 Föstudagur kl. 15.30 - 17.00: Fyrirbyggjandi forvarsla og
geymslumáti.
24.11 Laugardagur kl. 13.00 - 15.00: Grunnefni – verkstæðið.
25.11 Sunnudagur kl. 13.00 - 16.00: Nútímaverk / klassísk verk.