Framlengdur umsóknarfrestur

Framlengdur umsóknarfrestur
Frá Sumarsýningunni 2017.

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest fyrir Vorsýningu Listasafnsins á Akureyri til og með 20. mars næstkomandi. Þar með er þeim listamönnum sem vildu skapa ný verk fyrir sýninguna gefið aukið svigrúm. 

Dómnefnd velur úr innsendum verkum listamanna sem búa og/eða starfa á Norðurlandi eða hafa tengingu við svæðið. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars næstkomandi. 

Vorsýning Listasafnsins er tvíæringur og endurvekur þá góðu hefð að sýna hvað listamenn á svæðinu eru að fást við. Hún verður því fjölbreytt og mun gefa góða innsýn í líflega flóru myndlistar á Akureyri og Norðurlandi. 

Sérstakt rafrænt eyðublað má sjá HÉR

  • Eyðublaðið er einungis rafrænt og þarf ekki að prenta út.
  • Umsækjandi fyllir út grunnupplýsingar og hleður upp 1-3 myndum sem dómnefndin mun fjalla um. Mikilvægt er að myndirnar séu í góðri upplausn sem má nýta í prentaða sýningarskrá og annað kynningarefni. Stærðin er um það bil 150x100 mm (1.772x1329 pixlar) og 300 pt. 
  • Vídeóverk skal senda í gegnum wetransfer.com á netfangið hlynurhallsson@listak.is
  • Stuttur texti skal fylgja þar sem listamaðurinn fjallar um verkin og sjálfan sig. Mjög mikilvægt er að textinn sé vandaður og nothæfur í kynningarefni. 40-50 orð. Umsækjandi hleður textanum upp sem Word skjali með hnappnum „Almennt um verkin“.
  • Sérstakar upplýsingar um verkin eru færðar inn: nafn, ártal, stærð og tækni.
  • Mynd þarf að fylgja af listamanninum sem verður nýtt í sýningarskrá og annað kynningarefni. Myndin þarf að vera í 300 pt. upplausn.
  • Að síðustu þarf að fylgja texti um viðkomandi listamann, 40-80 orð, og örstutt ferilskrá, 40-80 orð. Ef óskað er eftir tæknilegri aðstoð er viðkomandi bent á að hafa samband við Hlyn Hallsson, safnstjóra, á netfangið hlynurhallsson@listak.is eða í síma 461 2619.