Framúrstefna og hljóðtilraunir í Listasafninu

Framúrstefna og hljóðtilraunir í Listasafninu
Emil Þorri Emilsson.
Laugardaginn 15. maí kl. 15 hefst tónleikaröðin Tólf tóna kortérið í Listasafninu. Þar koma fram tónlistarmenn og tónskáld búsett á Norðurlandi og bjóða áheyrendum inn í heim framúrstefnu og hljóðtilrauna innan veggja Listasafnsins. Tónleikarnir taka 15 mínútur og verða fluttir kl. 15 og aftur kl. 16.

Emil Þorri Emilsson opnar tónleikaröðina með tónverki sínu Tilviljun. Verkið er gert fyrir slagverk og rafhljóð. Emil er starfandi slagverksleikari- og kennari á Akureyri og er leiðandi slagverksleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hann hefur í gegn um tíðina gert nútímatónlist góð skil m.a. í slagverksdúettinum 100% ásláttur.

Aðgangseyrir að tónleikunum er aðgöngumiði að Listasafninu.