Grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur

Grímusmiðja með Ninnu Þórarinsdóttur
Ninna Þórarinsdóttir.

Helgina 27.-28. febrúar verður boðið upp á aðra listvinnustofu undir samheitinu Allt til enda, en þá ætlar barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir að bjóða upp á grímusmiðju. Skráningu er lokið og er orðið fullt í smiðjuna.

Eitthvað breytist þegar við setjum á okkur grímu. Við verðum eitthvað annað, eins og þegar við skoðum / finnum / hlustum á list. Skemmtileg grímusmiðja þar sem byrjað verður á að skoða sýningar Listasafnsins og í framhaldinu búa börnin til sínar eigin grímur í anda listaverkanna. Í lok vinnustofunnar setja þátttakendur verkin sín upp á sýningu í fræðslurýminu. Sýningin stendur til 14. mars.

Þriðja og síðasta vinnustofan verður haldin helgina 20.-21. mars, en þá ætlar ljósmyndarinn Sigga Ella Frímannsdóttir að skoða heiminn og listina í Listasafninu á Akureyri með auga myndavélarinnar. Opnað verður fyrir skráningar í byrjun mars.