Jónsmessuhátíðin hefst í Listasafninu

Jónsmessuhátíðin hefst í Listasafninu
Stefán Elí.

Laugardaginn 27. júní kl. 12-12.45 opnar Stefán Elí Hauksson, sumarlistamaður Akureyrar, Jónsmessuhátíð 2020 með fjörugum tónleikum á þaki inngangs Listasafnsins. Kaffihúsið Kaffi & list mun opna kl. 11.30 fyrir gesti sem vilja mæta snemma og tryggja sér gott sæti fyrir utan. Enginn aðgangseyrir á Listasafnið í tilefni dagsins.

Dagskrá Jónsmessuhátíðar 27. - 28. júní 2020:

Laugardagur 27. júní

Kl. 12.00 – 12.45 Músík á þaki

Kl. 13.00 – 14.00 Mynd segir meira en þúsund orð

Kl. 13.00 – 14.30 Upp & niður með Gleránni

Kl. 14.00 – 16.00 Músík í sundi

Kl. 14.00 – 17.00 Hvíslið í djúpinu

Kl. 15.00 – 15.30 Listamannaspjall með Snorra Ásmundssyni

Kl. 15.00 – 15.45 Músík í búð

Kl. 16.00 – 17.00 Beyoncé í garðinum

Kl. 17.00 – 18.00 Músík & gleði

Kl. 18.00 – 20.00 Plötusnúður á bakkanum

Kl. 20.00 - 21.00 Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu (1/3)

Kl. 20.00 – 23.00 Opinn Kaktus

Kl. 20.00 – 23.00 Hvíslið í djúpinu

Kl. 20.00 – 23.00 Músík & með því

Kl. 21.00 – 22.30 Kvöldsigling

Kl. 22.30 – 23.00 Ópera & endur


Sunnudagur 28. júní

Kl. 8.30 – 9.00 Ljúfir sunnudagstónar

Kl. 9.00 - 10.00 Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu (2/3)

Kl. 10.00 – 10.45 Músík & morgunhressing

Kl. 11.00 - 12.00 Vatna-Vellíðunar-Veisla með Flothettu (3/3)

Kl. 11.00 – 12.00 Jónsmessa í Akureyrarkirkju

Kl. 12.00 – 12.45 Músík á þaki

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Nánari dagskrá er einnig að finna á www.jonsmessuhatid.is.

Í tilefni Jónsmessuhátíðar:

Enginn aðgangseyrir á sýningar í Listasafninu á Akureyri. Opið til kl. 22.30 á laugardag í Sundlaug Akureyrar. Aðgangseyrir í sund. Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri verður opin til kl. 22.00 á laugardag í Minjasafninu á Akureyri. Aðgangseyrir á safn.

Bakhjarl Jónsmessuhátíðar er Akureyrarbær. Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru: Akureyrarstofa, Listasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið, Sundlaug Akureyrar, Myndlistarfélagið, Nettó, Minjasafnið á Akureyri, Múlaberg Bistro & Bar, Flothetta, Lista- og menningarfélagið Kaktus, Kaffi & list, Húni II, Veitingahúsið Berlín, Akureyrarkirkja, Exton, Arctic Opera.

Vegna gildandi reglna í samkomubanni er Jónsmessuhátíðin ekki haldin í 24 klukkustundir 2020 líkt og undanfarin ár. Dagskrá hátíðarinnar stendur því frá kl. 12.00 til kl. 23.00 laugardaginn 27. júní og frá kl. 8.30 til kl. 12.45 sunnudaginn 28. júní.