Kallað eftir gjörningaverkum

Kallað eftir gjörningaverkum
Frá A! Gjörningahátíð 2018.

A! Gjörningahátíð verður haldin í fimmta sinn 10.-13. október næstkomandi. Í ár verður í fyrsta skipti kallað eftir gjörningum/hugmyndum frá listamönnum, leikurum, dönsurum og öðrum sem hafa áhuga á að taka þátt. Stefnt er að því að velja 4-5 innsendar hugmyndir sem munu hljóta 50-100 þúsund króna þóknun. Listasafnið á Akureyri greiðir ferðakostnað á Íslandi en þátttakendur eru hvattir til að sækja um styrki fyrir millilandaferðum og öðrum kostnaði. 

Áhugasömum er bent á að senda myndir/vídeó/netslóðir ásamt texta (hámark ein A4 bls.) á netfangið: listak@listak.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019

A! Gjörningahátíð er alþjóðlegt samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar (MAk), Leikfélags Akureyrar, Lókal – sviðslistahátíðar í Reykjavík, Reykjavík Dance Festival, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Vídeó-listahátíðarinnar Heim

Hátíðin býður upp á gjörninga og leikhús-tengd verkefni frá fjölbreyttum hópi listamanna – allt frá ungum byrjendum til eldri og reyndari atvinnumanna. Þátttakendur í A! hafa m.a. verið Magnús Pálsson, Paola Daniele, Rúrí, Theatre Replacement, Ka Yee Li, Anna Richardsdóttir, Icelandic Love Corporation og Kviss búmm bang. Á hverju ári sækja nálægt 2000 manns hátíðina heim, sem breytir Akureyri í suðupott spennandi gjörninga.