Listasafnið þátttakandi í Frönsku kvikmyndahátíðinni

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst 13. febrúar næstkomandi. Listasafnið á Akureyri tekur þátt og býður upp á lokamynd hátíðarinnar, Picassoráðgátan / Le mystere Picasso eftir HG Clouzot, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.

Clouzot festi Picasso á filmu þar sem hann málaði á sérvalinn pappír fyrir myndatökurnar. Þannig nær myndavélin að sjá teikningarnar verða til án þess að Picasso sjáist að störfum fyrir aftan. Picassoráðgátan gaf Clouzot tækifæri til að skyggnast inn í dularheim málarans, inn í dularheim sköpunarinnar. Þetta er einstakt verk, tilraunakennt og enn þann dag í dag er það einhver markverðasta lýsing á því hvernig sköpun á sér stað.

Enginn aðgangseyrir.
Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.

Aðalhlutverk: Pablo Picasso, Henri-Georges Clouzot, Claude Renoir.
Lengd: 78 mín.

Stikla myndar: https://www.youtube.com/watch?v=ZBZzyVBr4U8