Síðasta sýningarhelgi Allt til enda

Síðustu sýningunni í listvinnustofuröðinni Allt til enda lýkur næstkomandi sunnudag. Þar má sjá verk barna úr 3.-6. bekk sem þau unnu undir handleiðslu Sigurbjargar Stefánsdóttur skipa.

Vinnustofan veitti innsýn í sníðagerð og skapandi textílvinnu sem miðaði að því að börnin gerðu sinn eigin búning sem getur orðið uppspretta ímyndunarleikja. Innblástur var sóttur úr óvæntum áttum frá safngripum Listasafnsins og börnin lærðu að finna gull og gersemar í endurnýttum efnalager.

Ninna Þórarinsdóttir er barnamenningarhönnuður sem hannar fjölbreytt leikföng, myndskreytir bækur og byggingar og hefur leitt skapandi smiðjur fyrir börn síðustu ár.

Sigurbjörg Stefánsdóttir er fatahönnuður og klæðskeri sem hefur hannað og saumað búninga fyrir leikhús, óperur, bíómyndir og sjónvarpsþætti. Þær sérhæfa sig í að hanna fyrir börn - í samstarfi við börn - og hlakka mikið til að leggja af stað í ný ævintýri í Listasafninu.