Síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Zoe Chronis og þýski arkitektinn og myndskreytarinn Rainer Fischer sameiginlegan Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri. Þar mun Chronis fjalla um stafræna klippingu sem aðeins er hægt að framkvæma með MiniDV upptökuvél. Þessa aðferð notar hún til að taka upp myndbandsdagbækur þar sem upptaka nýrrar færslu eyðileggur fyrri færslu. Verk Chronis fela oft í sér gallaðan myndbandsbúnað og klippingu, sem gerir mörkin milli ásetnings og tilviljunar óskýr. Á fyrirlestrinum mun hún einnig fjalla um áhrif tilraunakvikmyndagerðar Dziga Vertov, Rose Lowder og Michael Snow. Fischer mun segja frá framvindu vinnu sinnar í gestavinnustofu Listasafnsins þar sem hann hefur dvalið síðustu vikur. Í fyrstu drögum að myndskreyttri skáldsögu fer Rainer í sitt hliðarsjálf, Joseph Otto. Í samtali við hans eigin stöðluðu sköpunarverk týnist Joseph/Rainer milli raunveruleika og stórkostlegra sagna af íslensku huldufólki. Sögulok hafa ekki enn verið skrifuð.  

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem fer fram á ensku og er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Þetta er jafnframt síðasti fyrirlestur ársins, en fyrirlestraröðin mun hefja aftur göngu sína í janúar á nýju ári.