Þriðjudagsfyrirlestur: Arndís Bergsdóttir

Þriðjudagsfyrirlestur: Arndís Bergsdóttir
Arndís Bergsdóttir.

Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Listasafnið og Akureyri. Í fyrirlestrinum fjallar hún um samverkandi áhrif safna og samfélaga. Sérstöku ljósi verður beint að Listasafninu á Akureyri og hvernig hugmyndin um listasafn er samofin sérkennum samfélagsins og almennri samfélagsþróun. 

Arndís Bergsdóttir er doktor í safnafræði frá Háskóla Íslands. Meðal þeirra verka sem liggja eftir hana er kafli í nýútgefinni bók um sögu listasafna á Íslandi en þar fjallar hún um tilurð og sögulega þróun Listasafnsins á Akureyri. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Næstu fyrirlestra halda Natalie Saccu de Franchi, kvikmyndagerðarkona og Matt Armstrong, myndlistarmaður.