Þriðjudagsfyrirlestur: Gilið vinnustofur

Þriðjudaginn 30. október kl. 17 verður haldinn Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Gilið vinnustofur – sterkari saman. Þar munu starfsmenn Gilsins vinnustofur kynna sig og sín verk en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum á mörgum sviðum s.s. hönnun, auglýsingagerð, textíl- og fatahönnun, innanhúsráðgjöf, teiknun og arkitektúr svo eitthvað sé nefnt.

Næstu Þriðjudagsfyrirlestrar í safninu eru eftirfarandi:
6. nóvember Nathalie Lavoie, myndlistarkona  
13. nóvember  Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur
20. nóvember Ine Lamers, myndlistarkona

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins.
Aðgangur er ókeypis.