Þriðjudagsfyrirlestur: Halldóra Helgadóttir

Þriðjudagsfyrirlestur: Halldóra Helgadóttir
Halldóra Helgadóttir.

Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur Halldóra Helgadóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Á bakvið málverk. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um feril sinn í myndlistinni og einstaka verk.

Halldóra Helgadóttir (f. 1949) lauk námi í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri 2000 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði erlendis og innanlands. 

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur, Natalie Saccu de Franchi, kvikmyndagerðarkona, Matt Armstrong, myndlistarmaður.