Þrír viðburðir um helgina

Þrír viðburðir um helgina
Jessica Tawczynski.

Um helgina verða þrír viðburðir í Listasafninu. 

Laugardagur 28. september kl. 14-15.30

Teikna með nál og þræði: Listsmiðja fyrir 25 ára og eldri. Þátttakendur tjá sig frjálst með nál og þræði og skoða hvernig hægt er að færa teikningu yfir á efni til að sauma eftir. Allt efni til á staðnum. Umsjón: Guðrún H. Bjarnadóttir. Aðgangur ókeypis.

Kl. 14-17.

Jessica Tawczynski: Opin gestavinnustofa. Gengið inn úr porti bakvið Listasafnið.
Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. í Atlantic Gallery í New York, Lowell Massachusetts, Listhúsi í Ólafsfirði, Boston Young Contemporaries, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael. Tawczynski er fyrsti myndlistarmaðurinn til þess að dvelja í nýrri gestavinnustofu Listasafnsins. 

Sunnudagur 29. september kl. 11-12

Fjölskylduleiðsögn. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningum Hrafnhildar Arnardóttur, Faðmar, og Eiríks Arnars Magnússonar, Turnar.

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannanna.

Aðgangur er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.