100% ásláttur

100% ásláttur
100% ásláttur.

Slagverksdúettinn 100% ásláttur heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Listasafninu, Ketilhúsi. Dúettinn skipa Emil Þorri Emilsson og Þorvaldur Halldórsson og spila þeir tónverk samin sérstaklega fyrir slagverk. Á tónleikunum verður fjölbreytileiki slagverkshljóðfæra í fyrirrúmi og verða flutt verk eftir Áskel Másson, Philip Glass, Ney Rousaro, Siegfried Fink, Gene Koshinski og Björk.

Aðgangseyrir er kr. 1.000. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar.