A! hefst á fimmtudaginn

A! hefst á fimmtudaginn
Kviss búmm bang.

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem fer fram víðsvegar um Akureyri dagana 8.-11. nóvember. Eftirfarandi listamenn taka þátt: Aðalsteinn Þórsson, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Birgit Asshoff, Birgitta Karen Sveinsdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Kristján Guðmundsson, Kviss búmm bang, Paola Daniele, Raisa Foster, Yuliana Palacios, Kolbeinn Bjarnasson og Þórarinn Stefánsson.         

Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt Arna Valsdóttir og Raisa Foster. 

A! Gjörningahátíð er nú haldin í fjórða sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. 

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars: „Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður.“

Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar og hún veitir nánar upplýsingar í síma 663 2848 og gudrunthorsd@gmail.com. Ásamt henni eru listrænir stjórnendur Bjarni Jónsson, Hlynur Hallsson og Ragnheiður Skúladóttir.

HÉR má sjá dagskrá A! í heild sinni.