Aqua María

Laugardaginn 8. september kl. 13.15 í Hofi fremur Gjörningaklúbburinn gjörninginn Aqua María, en hann er hluti af Lýsu – rokkhátíð samtalsins sem fer fram á Akureyri um helgina.

Gjörningurinn opnar á myndmál listarinnar, tilfinninganna og innsæisins með byltingarkraft vatnsins að leiðarljósi. Að honum loknum býður Bandalag íslenskra listamanna, BÍL, til samtals ásamt Gjörningaklúbbnum, Erling Jóhannessyni, forseti BÍL, Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Andrési Inga Jónssyni, alþingismanni, og fulltrúum fólksins.