Dans- og söngvar frá Rúmeníu og Ungverjalandi á Akureyrarvöku

Í Listasafninu, Ketilhúsi á Akureyrarvöku, laugardaginn 29. ágúst kl. 17.30, munu 11 listamenn frá fjölmenningarsvæðinu Maramures bjóða upp á tónlist og dans Rúmena og Ungverja. Þar með gefa þeir innsýn í menningararfleið sem þeir kappkosta að varðveita. Aðgangur er ókeypis.

Maramures er landsvæði í Norðvestur Rúmeníu með landamæri að Úkraínu til norðurs og Ungverjalandi til vesturs. Þarna lifa í sátt og samlyndi, Rúmenar, Ungverjar, Úkraínar, Þjóðverjar, Sígaunar og Gyðingar. Hver þjóðflokkur heldur í sínar hefðir, tónlist, dans, klæðnað og hátíðir og því iðar Maramures af fjölbreyttu mannlífi allt árið um kring.