Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur í Listasafninu

Eldri barnakór Akureyrarkirkju flytur uppáhalds lögin sín á stuttum tónleikum í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, laugardaginn 13. apríl kl. 16-16.30. Lögin eiga það sameiginlegt að fjalla um fegurðina í lífinu og hvernig hægt er að lifa saman í ást og kærleika.

Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri. Ókeypis er inn á tónleikana og Listasafnið þennan dag í tilefni Barnamenningarhátíðar.