Fjölskylduleiðsögn um yfirlitssýningu Nínu Tryggvadóttur

Vegna góðra undirtekta endurtekur Listasafnið leikinn og býður aftur upp á sérstaka fjölskylduleiðsögn í Ketilhúsinu, laugardaginn 25. febrúar kl. 11-12. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verður m.a. skoðaður auk þess sem barnabækur hennar verða sérstaklega til umfjöllunar. 

Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum Nínu. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag, 26. febrúar. 

Skráning á heida@listak.is. Aðgangur er ókeypis.