Fjármögnun á sýningarskrá með aðstoð Karolina Fund

Þann 18. október opnar í Listasafninu á Akureyri sýningin Myndlist og minjar þar sem 11 myndlistarmenn vinna á áhugaverðan hátt ný verk út frá gripum af Byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Sýningarstjóri er Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Til stendur að gefa út 32 síðna sýningarskrá með textum á íslensku og ensku um listamennina, verkin og gripina auk fjölda mynda, en til þess að það sé hægt þarf Listasafnið að fá velunnara til liðs við sig, sem eru tilbúnir að styrkja framtakið og eignast um leið veglega sýningarskrá.

Til að skrá sig fyrir kaupum á skránni og gera verkefnið þar að veruleika er hægt að fara HÉR inn og leggja fram upphæð frá 15 evrum (u.þ.b. 2.400 kr.). Upphæðin verður þó ekki millifærð af korti viðkomanda fyrr en ljóst er að tekist hefur að fjármagna sýningarskrána.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sara Vilbergsdóttir, Sari Maarit Cedergren, Svava Björnsdóttir, Victor Ocares, Þór Vigfússon Þrándur Þórarinsson og Örn Alexander Ámundason.