Fjölbreytt dagskrá í boði á laugardaginn

Laugardaginn 21. september verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Listasafninu.

  • Kl. 13 í sal 11: Trommutónleikar – Brothers Grīnbergs. Bræðurnir Kārlis (16), Ansis (13) og Miķelis Grīnbergs (8) frá Lettlandi flytja fjölbreytta tónlist frá öllum heimshornum.
  • Kl. 14 í sölum 01-05: Leiðsögn um Talaðu við mig! Astrida Rogule, sýningarstjóri, segir gestum frá lettneskri samtímalist. Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. september.
  • Kl. 14 í fræðslurými: Ullarspunasmiðja fyrir eldri borgara. Umsjón: Guðrún H. Bjarnadóttir.
  • Kl. 15 í sal 06: Listamannaspjall með Eiríki Arnari Magnússyni um sýningu hans Turnar.

Verið velkomin!