Fyrirlestur í Ketilhúsinu um kynbundið áreiti í þjónustustörfum

Lista- og hugsjónahópurinn Barningur heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu á fimmtudaginn kl. 17.30 um kynbundið áreiti í þjónustustörfum. Á fyrirlestrinum verður fjallað um lítillækkandi framkomu í garð ungra kvenna í þjónustustörfum og það úrræða- og öryggisleysi sem þær búa við í auðvaldssamfélagi karlaveldisins. Aðgangur er ókeypis.

Barningur er sjálfstætt starfandi lista- og hugsjónahópur sem samanstendur af þeim Aroni Frey Heimissyni, Elínu Ingu Bragadóttur og Margréti Helgu Erlingsdóttur. Hópurinn starfar undir hatti skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ