Fyrirlestur: Shok Han Liu

Í fyrsta fyrirlestri ársins í fyrirlestraröð Verkmenntaskólans á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar mun Shok Han Liu fjalla um hlutverk og skyldur Listhússins á Ólafsfirði, ekki síst út frá hugmyndum um alþjóðlega hugmynda samvinnu. Hún mun einnig kynna svokallaða ?Pinhole Photography? vinnustofu sem skiptinemar frá Hong Kong taka þátt í og fer fram í febrúar. Fyrirlesturinn verður fluttur föstudaginn 24. janúar kl.14 í stofu M01 í VMA.

Shok Han Liu flutti til Íslands árið 2010 og hefur starfrækt listamiðstöðina Listhús á Ólafsfirði síðan 2012. Hún leggur áherslu á samfélagslega list og samstarf við alþjóðlega listamenn.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Véronique Legros í síma 691 1450 eða á vero@vma.is.