Fyrirlestur Tækifæri í tónlist: Sýn á möguleika

Tækifæri í tónlist: Sýn á möguleika

5. apríl 2013 kl. 14:30

Verkmenntaskólinn á Akureyri, stofa M01 (gengið inn að norðan)

Ásdís Arnardóttir útskrifaðist með meistaragráðu í sellóleik frá Boston University School for the Arts árið 1995, en hafði áður verið eitt ár á Spáni hjá Richard Talkowsky og á undan því í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ásdís hefur kennt við nokkra tónlistarskóla bæði hér fyrir norðan og í Reykjavík á öllum stigum og stjórnað strengjasveitum og samspilshópum. Hún er Suzukikennari. Ásdís hefur verið sellóleikari hjá íslensku óperunni, var fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit norðurlands frá 2007. Hún hefur einnig spilað með mörgum kammerhópum meðal annars í Barokksmiðju Hólastiftis. Ásdís mun segja frá því sem hún hefur verið að gera sem hljóðfæraleikari og tala um tónlistarstofnanir og styrkjaumhverfi og bera saman hvernig hlutir eru gerðir hér og annars staðar þar sem hún þekkir til svo sem í Noregi, Frakklandi og USA. Síðan munu þau Matti Saarinen gítarleikari taka saman eitt eða tvö lög en þau verða með tónleika í hádeginu sama dag í Ketilhúsinu.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð sem Verkmenntaskólinn hefur staðið fyrir í mörg ár í samstarfi við Sjónlistamiðstöðina.