Gísli B. flytur fyrirlestur í Ketilhúsinu

Í tilefni af opnun yfirlitssýningar Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun, mun Gísli sjálfur flytja fyrirlestur í dag, sunnudaginn 25. maí, kl. 14 í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki. Þar leitast hann við að svara spurningum um hvað einkennir góð merki og hvað þarf að hafa í huga við hönnun þeirra. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til.

Aðgangur á fyrirlesturinn er ókeypis.