A! Gjörningahátíð framundan

A! Gjörningahátíð framundan
Snorri Ásmundsson.

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri dagana 10. - 13. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega og er nú haldin í fimmta sinn. Ókeypis er inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarhússins Hofs, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim-vídeólistahátíðar. Auk viðburða utan dagskrár (off venue). Hátt í 2000 gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Þátttakendur eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Dustin Harvey, Einkasafnið, Florence Lam, Haraldur Jónsson, Íris Stefanía / Hljómsveitin Eva, Listahópurinn Kaktus, The Northern Assembly / Nordting, Photo Studio »Schmidt & Li« , Rodney Dickson, Snorri Ásmundsson, Sunna Svavarsdóttir, Tales Frey, Tine Louise Kortermand / María.

HÉR má sjá dagskrá A! Gjörningahátíðar.