Gleðileg jól!

Listasafnið á Akureyri óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Árið 2018 markar tímamót fyrir Listasafnið þar sem þá eru liðin 25 ár frá stofnun þess. Það er einkar viðeigandi að gamalt og gott loforð sé efnt á þessum tímamótum og safnið fái á afmælisárinu efstu hæð gamla Mjólkursamlagsins til afnota.

Eftir endurbætur og stækkun verða byggingarnar tvær sem Listasafnið hefur haft til umráða, annars vegar gamla Mjólkursamlag KEA og hins vegar Ketilhúsið, sameinaðar með tengibyggingu og munu þá mynda eina heild. Glæsilegir sýningasalir verða opnaðir á efstu hæðinni næstkomandi sumar, þar sem fjölbreyttar og spennandi sýningar verða í boði.

Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, stendur til 11. febrúar en þá taka við samsýningin, Sköpun bernskunnar 2018, og sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð. Báðar verða opnaðar laugardaginn 24. febrúar kl. 15. Hlökkum til að sjá ykkur!