Gleðilega páska!

Opnunartími í Listasafninu, Ketilhúsi um páskahátíðina er kl. 12-17 skírdag-páskadags, en lokað á annan í páskum.

Á skírdag kl. 12.15-12.45 og laugardaginn 15. apríl kl. 15-15.30 verður boðið upp á leiðsögn um sýningar Einars Fals Ingólfssonar, Griðastaðir, og Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, 360 dagar og málverk. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýningarnar. Skoðuð verða olíumálverk, gvassmyndir og ljósmyndaverk þar sem náttúran er í aðalhlutverki. Aðgangur ókeypis.

Sýningunum lýkur á páskadag, sunnudaginn 16. apríl.