Grafíksmiðja

Laugardaginn 12. desember kl. 14-16 verður haldin grafíksmiðja í Listasafninu á Akureyri. Í smiðjunni gefst þátttakendum kostur á gera eina tréristu og tvö þrykk ásamt því að fá leiðbeiningar um hvernig þeir sjálfir geti haldið áfram. 

Grafíksmiðjan er haldin í tilefni af síðustu sýningarhelgi  GraN 2015 - samsýningar grafíklistamanna en þar sýna listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Sýningin hefur staðið síðan 24. október og lýkur 13. desember. 

Kennari: Guðmundur Ármann Sigurjónsson grafíklistamaður.
Námskeiðsgjald: kr. 5.000.
Skráning: bobba@listak.is
Hámarksfjöldi: 10 manns.