Hádegisleiðsögn á fimmtudag

Fimmtudaginn 6. ágúst kl. 12.15 verður boðið uppá leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Það er Helga Björg Jónasardóttir sýningarstjóri sem sér um leiðsögnina en hún er ein þeirra fimm hönnuða sem taka þátt í sýningunni. Helga Björg rekur hönnunarfyrirtækið Björg í bú en aðrir þátttakendur í sýningunni eru María Rut Dýrfjörð, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Herdís Björk Þórðardóttir. Vörurnar sem til sýnis eru á sýningunni, eru að mestu leyti hannaðar og framleiddar á heimaslóðum og komu allmörg norðlensk fyrirtæki að gerð frumgerða s.s. Hrísiðn, Valsmíði, Ölur o.fl.  

 

Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 10-17.

Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga

kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis.