Halldór Ásgeirsson: Tengsl ? önnur ferð

Á sýningunni Tengsl - önnur ferð sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda innbyrðis tengsl. Þegar litið er yfir feril Halldórs má í fljótu bragði greina þræði sem stundum virðast sundurleitir en eru í raun einn órofinn þráður. Allir helstu grunnþættirnir í list Halldórs eru settir fram á sýningunni á nýjan og ferskan hátt; jarðeldurinn, vatnið, ljósið, vindurinn og sögurnar í teikningunum.

List Halldórs Ásgeirssonar hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengslin á milli heimshluta jarðarinnar koma berlega í ljós í hraunbræðsluverkum hans og sýna fram á sömu útkomu á ólíkum stöðum. Kynningarmynd sýningarinnar er gott dæmi; andlit listamannsins og stúlkunnar þakin hraunglerungi úr sitt hvoru eldfjallinu ? einu kínversku og öðru íslensku.

Gestalistamenn á sýningunni eru skyldmenni Halldórs, þau Helga E. Jónsdóttir og Nói, Jóhann Ingimarsson.

Sýningin stendur til  30. mars og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.