Heimasíðan á ensku og nýtt anddyri

Heimasíðan á ensku og nýtt anddyri
Mynd úr nýja anddyrinu.

Heimasíða Listasafnsins á ensku er komin í loftið og orðin aðgengileg notendum. Starfsmenn Stefnu hugbúnaðarhúss hafa undanfarna daga unnið að framkvæmdinni og stendur yfirfærsla upplýsinga yfir næstu vikur.

Í vikunni var einnig anddyri Ketilhússins fullkomnað þegar málverk Óla G. Jóhannssonar var hengt upp á austurvegginn, en breytingar á anddyrinu hafa staðið yfir á þessu ári. Almar Alfreðsson vöruhönnuður hafði umsjón með breytingunum og kann Listasafnið honum sínar bestu þakkir fyrir góða vinnu. Auk verks Óla G. má sjá í anddyrinu hönnun þeirra Herdísar Bjarkar Þórðardóttur, Jóns Helga Hólmgeirssonar og Þorleifs Gunnars Gíslasonar, Heklu Bjarkar Guðmundsdóttur og Söndru Kristínar.