Jan Voss - Með bakið að framtíðinni

Jan Voss - Með bakið að framtíðinni
Jan Voss.

Spurningin „hvað er mynd?“ er undirliggjandi þáttur í viðfangsefnum Jan Voss. Þó að óhefðbundnar vinnuaðferðir hans hafi stöku sinnum kallað fram svipleiftur þess sem gætu hafa verið svör þá hefur leit hans – sem spannar ólíka miðla – ekki bent á neitt umfram það sem væri speglun af einhverju öðru.

Jan Voss er fæddur 1945 í Þýskalandi og búsettur í Amsterdam. Sem ungur listamaður vann hann við að teikna teiknimyndasögur sem hann prentaði sjálfur og gaf út. Hann gekk síðar til liðs við félaga sína þær Henriëtte van Egten og Rúnu Thorkelsdóttur og síðastliðin 30 ár hafa þau í sameiningu rekið hina einstöku jaðar bókaverslun Boekie Woekie en þar eru seldar bækur eftir listamenn.

Í tilefni sýningarinnar kemur út á vegum Listasafnsins á Akureyri vönduð bók eftir Jan Voss, With the Back to the Future sem gefin verður út á ensku.

Ávörp á opnuninni flytja Hlynur Hallsson safnstjóri og Thomas H. Meister sendiherra Þýskalands á Íslandi auk þess sem Norðanpiltar koma fram af þessu tilefni.

Listamannaspjall með Jan Voss verður í Listasafninu fimmtudaginn 19. mars kl. 17 - 17.45. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12.15.

Sýningin Með bakið að framtíðinni stendur til 10. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.