Karl Guðmundsson listamaður Listar án landamæra

Karl Guðmundsson listamaður Listar án landamæra
Karl Guðmundsson.

Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 13.00 verður nýkjörnum listamanni Listar án landamæra 2015, Akureyringnum Karli Guðmundssyni, veitt viðurkenning í Listasafninu á Akureyri.

List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Ákveðið var að efna til hátíðarinnar á Evrópuári fatlaðra 2003 og hún hefur verið haldin árlega síðan. Þátttakendur í hátíðinni 2014 voru um 600 og viðburðir 60 talsins.

Fyrir utan beina listviðburði hefur hátíðin stuðlað að umræðu um list fatlaðra og ímynd fatlaðra í listum, m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið.

List án landamæra 2015 verður formlega opnuð laugardaginn 11. apríl næstkomandi. HÉR má sjá heimasíðu hátíðarinnar.