Katrín Matthíasdóttir leiðir gesti um Íslenska samtíðarportrett

Í dag, fimmtudaginn 3. júlí, kl. 12 verður leiðsögn í Ketilhúsinu um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun, og er áætlaður tími 20 mínútur. Að henni lokinni verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld, undir handleiðslu Katrínar Matthíasdóttur, en hún er aðstoðarsýningarstjóri. Aðgangur er ókeypis.

Nánari upplýsingar um dagkrána í sumar má sjá hér að neðan:

- Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 10. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.

- Ketilhúsið, fimmtudagur 17. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.

- Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 24. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.

- Ketilhúsið, fimmtudagur 24. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.

- Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 31. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.

- Ketilhúsið, fimmtudagur 7. ágúst kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.

- Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 14. ágúst, kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.

- Ketilhúsið, fimmtudagur 21. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.

- Ketilhúsið, fimmtudagur 28. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.