Leiðsögn um þrjár sýningar

Á morgun, fimmtudaginn 10. mars, kl. 12-13 verður boðið upp á leiðsögn um allar þrjár yfirstandandi sýningar Listasafnsins á Akureyri. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi og sýningarstjóri tekur á móti gestum kl. 12-12.30 í Listasafninu, Ketilhúsi og fræðir þá samsýninguna Sköpun bernskunnar 2016 sem opnaði um síðastliðna helgi. Í Listasafninu kl. 12.30-13 verður leiðsögn í umsjón Haraldar Inga Haraldssonar verkefnastjóra um sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar...úr rústum og rusli tímans, og Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga, en báðum sýningum lýkur næstkomandi sunnudag. Aðgangur er ókeypis.