Leiðsögn á laugardegi

Laugardaginn 26. maí verður annars vegar boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, kl. 11-12 og hins vegar útisýninguna Fullveldið endurskoðað kl. 15-15.45.

Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu Anítu. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar. 

Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur, gengur með gestum um útisýninguna Fullveldið endurskoðað og segir frá verkunum, sem staðsett eru á völdum stöðum í miðbænum. Göngutúrinn hefst við Ketilhúsið.

Aðgangur er ókeypis.