Leiðsögn og listamannaspjall í sumar

Leiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, alla fimmtudaga í sumar kl. 15-15.30 og á ensku kl. 15.30-16. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Innifalið í miðaverði.

Fjölskylduleiðsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardagana 26. maí23. júní og 11. ágúst kl. 11-12. Aðgangur ókeypis.

Listamannaspjall með Anítu Hirlekar verður laugardaginn 30. júní kl. 15. Aðgangur ókeypis.

Í sumar verður einnig boðið upp á leiðsögn um útisýninguna Fullveldið endurskoðað annan hvern laugardag í allt sumar kl. 15-15.45. Þar ganga lista- og fræðimenn með gestum um sýninguna og segja frá verkunum, sem staðsett eru á völdum stöðum í miðbænum. Göngutúrinn hefst við Ketilhúsið hverju sinni.
Aðgangur ókeypis.

Dagskrá:

  • 12. maí kl. 15-15.45: Jónína Björg Helgadóttir, myndlistarmaður
  • 26. maí kl. 15-15.45: Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur
  • 9. júní kl. 15-15.45: Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður
  • 23. júní kl. 15-15.45: Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur
  • 7. júlí kl. 15-15.45: Þorlákur Axel Jónsson, sagnfræðingur
  • 21. júlí kl. 15-15.45: Rebekka Kühnis, myndlistarmaður
  • 4. ágúst kl. 15-15.45: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
  • 18. ágúst kl. 15-15.45: Gunnar Kr. Jónasson, myndlistarmaður

Ef um sérstakar óskir er að ræða má hafa samband við Guðrúnu Pálínu í síma 461 2610 eða á netfangið palina@listak.is.