Leiðsögn í Listasafninu á morgun kl. 12

Á morgun, fimmtudaginn 10. júlí, kl. 12 verður leiðsögn um sumarsýningu Listasafnsins, Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, mun leiða gesti um sýninguna og fræða þá um verkin og tilurð þeirra. Aðgangur er ókeypis.

Viku síðar eða fimmtudaginn 17. júlí verður leiðsögn um sumarsýningu Ketilhússins, Gísli B. ? Fimm áratugir í grafískri hönnun. Um vikulegar leiðsagnir er að ræða sem verða til skiptis á hvorum stað á hverjum fimmtudegi kl. 12 í allt sumar og er aðgangur alltaf ókeypis.

Nánari upplýsingar um dagkrána í sumar má sjá hér að neðan:

Ketilhúsið, fimmtudagur 3. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 10. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 17. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 24. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 24. júlí kl. 12.00: Leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 31. júlí, kl. 12.00: Leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 7. ágúst kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um yfirlitssýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun.
Listasafnið á Akureyri, fimmtudagur 14. ágúst, kl. 12.00: Síðasta leiðsögn um samsýninguna Íslensk samtíðarportrett ? mannlýsingar á 21. öld.
Ketilhúsið, fimmtudagur 21. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.
Ketilhúsið, fimmtudagur 28. ágúst kl. 12.00: Leiðsögn um sýningu Urtaislandica ehf., Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi.