Leiðsögn um NOT

Á morgun, fimmtudaginn 20. ágúst, kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna NOT – norðlensk vöruhönnun í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Hlynur Hallsson, safnstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis. 

Þátttakendur sýningarinnar eru María Rut Dýrfjörð, Helga Björg Jónasardóttir Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Herdís Björk Þórðardóttir. Í hönnunarferlinu var unnið út frá orðinu hús-gagn með vísun til nytjahluta sem gagnast á heimilum. Að auki setti hópurinn sér það markmið að nýta þekkingu og tækjakost norðlenskra fyrirtækja til framleiðslu á vörunum. Afraksturinn er alíslenskar vörur, hannaðar og framleiddar að mestu leyti á heimaslóðum.

Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 10-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga.