Lífið er LEIK-fimi: síðasta sýningarvika

Lífið er LEIK-fimi: síðasta sýningarvika
Örn Ingi Gíslason.

Yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga Gíslasonar, Lífið er LEIK-fimi, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur verið skipulagður gjörningur síðasliðna þrjá mánuði um framleiðslu bókar um listamanninn Örn Inga. Bókin er nú komin á lokastig og verður kynnt á málþingi á laugardaginn. Eins og undanfarna þrjá mánuði verður stútfull dagskrá í þessari viku tengd sýningunni. 

Fimmtudagur 24. janúar kl. 16
 
Leiðsögn. Halldóra Arnardóttir, sýningarstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk.

Föstudagur 25. janúar kl. 16.35-17

Ungir nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt kennaranum sínum, Petreu Óskarsdóttur, spinna tónlist út frá verkum Arnar Inga. 

Laugardagur 26. janúar kl. 15-16.30

Málþing og bókarkynning, laugardaginn 26. janúar kl. 15.-16.30.

Hlynur Hallson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri: opnunarávarp.
Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri: Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi.
Jón Proppé, listfræðingur: Samhengi.
Guðmundur Ármann, myndlistarmaður: Menntun/sjálfsmenntun.
Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar: Er fagmennska í listum mikilvæg?
Rúrí, myndlistarmaður: Dauðans alvara - í léttum dúr.
Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur 27. janúar: 

Kl. 14: Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Kl. 14.50: Lífið er LEIK-fimi, eftirspil fyrir flautu eftir Oliver Kentish. Flutningur: Petrea Óskarsdóttir.
Kl. 15: Lokaávarp: Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.
15.15-16: Börn úr Leiklistarskólanum á Akureyri leiklesa úr handritum Arnar Inga.