Listasumar á Akureyri og Akureyrarvaka sameina krafta sína

Listasumar á Akureyri og Akureyrarvaka sameina krafta sína
Guðrún Þórsdóttir

Listasumar á Akureyri 2016 hefst helgina 15.-17. júlí og verður að þessu sinni styttra og kraftmeira en oft áður. Aðstandendur hátíðarinnar telja að með því að láta hana ná yfir styttra tímabil, verði hún snarpari og kraftmeiri með skýrari áherslum. Auðveldara verður um vik að skerpa fókusinn á þá viðburði sem hæst ber í einn og hálfan mánuð. Listasumri lýkur með Akureyrarvöku síðustu helgina í ágúst en Akureyrarvaka verður þar með hápunktur og eins konar uppskeruhátíð Listasumars. 

Á Listasumar eiga allar listgreinar erindi og mun dagskráin fyrst og fremst verða kynnt með lifandi hætti á samfélagsmiðlum en einnig verður hægt að fylgjast með á heimasíðu Listasumars www.listasumar.is. Innan tíðar verður auglýst eftir umsóknum um styrki vegna þátttöku á Listasumri og verður bæði hægt að sækja um fjárhagslegan stuðning og rými til að standa fyrir viðburðum.

Verkstjórn Listasumars og Akureyrarvöku verður í höndum Guðrúnar Þórsdóttur í samvinnu við Listasafnið og Akureyrarstofu.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún í netfanginu listasumar@akureyri.is eða í gsm  663 2848.