LISTMARKAÐUR Í GILINU Á AKUREYRARVÖKU

Á Akureyrarvöku 2012 kom fjöldi myndlistarmanna, hönnuða og handverksfólks saman í Gilinu til að kynna list sína, sýna sig og sjá aðra. Viðburðurinn mæltist mjög vel fyrir, aragrúi gesta lagði leið sína í Gilið og mikil stemning skapaðist.

Nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á komandi Akureyrarvöku,  laugardaginn 31. ágúst frá kl. 13?17, en á þeim degi eru liðin 20 ár síðan Listasafnið var opnað. Ekki er ætlast til að listafólk vinni verk sérstaklega af þessu tilefni eða eyði miklu púðri í að skapa sér aðstöðu frekar en  það vill. Borð eða trönur ætti í langflestum tilvikum að nægja, enda aðalatriðið að minna á sig og hitta kollegana. Sjónlistamiðstöðin getur lánað einhver borð, annars er það undir hverjum og einum að koma sér fyrir eftir því sem efni og aðstæður leyfa.

Það er einlæg von mín að þú sjáir þér fært að vera með og væri ég þakklátur ef þú staðfestir þátttöku þína fyrir 26. ágúst með tölvupósti: hannes@sjonlist.is. Fólki verður ekki úthlutað ákveðinni staðsetningu og ekki er hægt að panta sér pláss, heldur ræður sú regla að fyrstur kemur, fyrstur fær. Svæðið sem um er að ræða nær frá Ketilhúsi að neðanverðu upp að Listasafninu að ofanverðu, sem og flöturinn á milli þessara húsa og gatan eins og við verður komið.

Með ósk um jákvæðar undirtektir!

Virðingarfyllst,
Hannes Sigurðsson, forstöðumaður
Sjónlistamiðstöðvarinnar