Lokunarteiti Lárusar H. List

Lokunarteiti Lárusar H. List
Frá sýningu Lárusar H. List.

Í dag, fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 15-17 lýkur sýningu Lárusar H. List, Álfareiðin, í vestursalnum með lokunarteiti. Þar með gefst gestum og gangandi tækifæri til þess að spjalla við listamanninn um sýninguna og bakgrunn hennar. Samskipti manna við álfa og huldufólk eru Lárusi hugleikin á sýningunni. Huldufólk býr í klettum eða steinum og iðkar búskap sinn líkt og mennirnir. Háskalegt er jafnan að styggja álfa en sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís.

Lárus H. List hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á Íslandi og erlendis. Lárus vinnur aðallega með olíu og akríl á striga en líka í önnur form eins og ljósmyndir, ritlist, videolist og hljóðlist. Hann hefur einnig samið klassískar tónsmíðar og gefið út skáldsögur.