Opið í Listasafninu á Jónsmessunótt

Í tilefni af Jónsmessu verður opið allan sólarhringinn í Listasafninu og aðgangur ókeypis. Að venju verður opnað kl. 10 að morgni fimmtudagsins 23. júní en safninu ekki lokað fyrr en kl. 17 föstudaginn 24. júní. 

24.6. kl. 01-01.30.
Vasaljósaleiðsögn um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure. Hlynur Hallsson safnstjóri gengur með gestum um sýninguna í rökkri vopnaður vasaljósi og segir frá einstaka verkum og listamönnunum. Vasaljós verða í boði fyrir gesti. 

24.6. kl. 01-08.
Opið alla nóttina. Gestum er velkomið að gista í Listasafninu. Gott að taka með létta dýnu, svefnpoka eða sæng og njóta þessa að sofa vært í sýningunni Nautn / Conspiracy of Pleasure. 

24.6. kl. 09-10.
Dögurður í Listagilinu á grasflötinni milli Listasafnsbyggingarinnar og Ketilhússins. Gott að taka með sér kaffi á brúsa, teppi og nesti og sitja í sólinni með góðum vinum og fuglasöng.